Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Asíu í morgun, fjórða daginn í röð og hefur það ekki gerst það sem af er ári, en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má helst rekja hækkanir dagsins til þess að Seðlabanki Japans tilkynnti snemma í morgun að bankinn myndi kaupa skuldabréf af viðskiptabönkunum í Japan til að auka útlánastarfssemi.

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 0,8% í dag og hefur nú hækkað um 8,2% síðustu fjóra daga. Vísitalan hefur engu að síður lækkað um 13% það sem af er ári.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,3%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,9% og í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 1%.

Í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 1,3% en í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,2%.

Í Evrópu hafa hlutabréfa hækkað í morgun og fylgja þar með eftir hækkunum gærkvöldsins í Bandaríkjunum.

Líkt og í Asíu eru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða hækkanir dagsins en nú, þegar markaðir hafa verið opnir í rúma klukkustund, hefur FTSE 300 vísitalan sem mælir 300 stærstu skráðu félögin í Evrópu, hækkaði um 1,1% en vísitalan lækkaði um 0,7% í gær.

Á meginlandinu hafa flestar hlutabréfavísitölur hækkað um 0,6% - 1,3% en á Norðurlöndunum hafa bréf hækkað um 0,3% - 1,4%.