Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og hafa einnig hækkað í fyrstu viðskiptum í Evrópu. DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 0,4% og Euronext 100 vísitalan hefur hækkað um 0,6% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Markaðurinn í Japan hækkaði um 0,3% og í frétt Reuters segir að útflutningsfyrirtæki hafi hækkað í verði vegna veikingar jens gagnvart dollar.

Seðlabanki Japans hélt stýrivöxtum óbreyttum í 0,1% og tilkynnti að hann mundi lengja frest til að kaupa skuldabréf fyrirtækja til að styðja við fjármögnun þeirra.