Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í dag eftir að markaðir í Bandaríkjunum snerust með jákvæðum hætti seint í gær. Þessi hækkun stafar af því að vonir eru bundnar við frekari aðstoð hins opinbera til að örva hagkerfin, að því er segir í frétt SCMP. Þá segir að óvænt aukning í smásölu í Bandaríkjunum í janúar hafi verið vonarglæta, þó að aðrar hagtölur hafi verið dekkri.

DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 0,9% í dag. Í Japan hækkuðu hlutabréf um 1%, í Sjanghæ um 3,2% og í Hong Kong um 2,5%.

Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað hratt í fyrstu viðskiptum. Euronext 100 hefur hækkað um 1,5% þegar þetta er skrifað.