Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag, sjötta daginn í röð.

Þannig hækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 0,5% og hefur þá hækkað um 3,7% síðustu sex daga.það voru helst orkufyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunar en almennt hækkaði sá hluti sem snýr að orku- og framleiðslufyrirtækjum um tæp 3% í dag.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,4% og í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,5%.

Þá hækkaði Straits vísitalan í Singapúr um 1,1% og S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 0,3%.