Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag en það voru að sögn Bloomberg kínverska símafyrirtækið China Mobile og eins Woodside Petroleum sem leiddu hækkanir dagsins .

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 0,9% en hafði fyrr í morgun lækkað um 0,2%.

Í Japan lækkaði hins vegar Nikkei vísitalan um 0,2% en í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,9%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 0,1% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 um 0,1% sömuleiðis.