Mesta hækkun í meira en þrjá mánuði varð á Asíumarkaði í dag. Bílaframleiðendur fóru fyrir hækkuninni ásamt raftækjaframleiðendum, þar sem lækkun olíuverðs ýtti undir væntingar um að það takist að halda verðbólgu í skefjum og einkaneysla taki við sér.

MSCI Kyrahafs vísitalan hækkaði um 2,1% í dag.

Japanska Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 2,6% en kínverska Hang Seng vísitalan lækkaði um 2,5%.

Þá hækkaði Singapore Straits vísitalan um 0,8%.