Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og hafa ekki hækkað jafn mikið á einum í degi í tvo mánuði að sögn Bloomberg fréttaveitunnar en fréttaveitan segir jafnframt að hækkandi gengi Bandraríkjadals gagnvart japanska jeninu, lækkandi olíuverð og hækkun á gengi bíla- og rafmangsframleiðanda séu áhrifavaldar á hækkun hlutabréfa.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði í dag um 1,5% sem er mesta hækkun á einum degi frá 21. apríl síðastliðnum.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 2,7%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,9% og í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 1,8%.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1% og hefur nú helmingast frá því sem hún var í október síðastliðnum. Þá lækkuðu hlutabréf í Ástralíu einnig örlítið eða um 0,1%.