Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og voru það helst rafmagnstækjaframleiðendur sem leiddu hækkun dagsins.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,6% og hefur nú hækkað um 3% í þessari viku.

Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 2,4% og Straits vísitalan í Singapúr hækkaði um 0,4%.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 0,6% en í Ástralíu voru markaðir lokaðir vegna frídags.