Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og líkt og í lok síðustu viku er það hækkandi verð á hrávöru sem leiðir hækkanir á hlutabréfamörkuðum.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,6% og hefur ekki verið hærri frá því í lok febrúar eða 146,07 stig. Vísitalan hefur engu að síður lækkað um 7,4% frá áramótum.

Þá hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2% og í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,1%. Í Ástralíu hækkaði S&P/ASX 200 vísitalan um 0,1% og í Singapúr hækkuðu markaðir 0,4%.

Eins og fyrr sögðu voru það hrávöruframleiðendur sem leiddu hækkanir dagsins. Þannig hækkaði BHP, stærsta olíufyrirtæki Ástralíu hækkaði um 4,8%. Rio Trinto hækkaði um 4% og í Kína hækkaði stærsti stálframleiðandinn þar í landi, Jiangxi um heil 10%.