Það voru tæknifyrirtæki sem leiddu hækkun markaða í Asíu í dag en væntingar til aukins verðmæti örgjafaframleiðanda næstu misseri er talin meginorsökin að mati Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig hækkaði Elpida, stærsti örgjafaframleiðandi í Japans um 8,1% eftir að forstjóri fyrirtækisins tilkynnti um 20% verðhækkun á vörum þess í apríl.

Þá hækkaði Samsung um2,1% í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti um aukna sölu á vörum sínum, þá sérstaklega tölvuframleiðslu sinni.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,4% í dag en hefur engu að síður lækkað um 12% það sem af er ári sem er versta byrjun vísitölunnar í 16 ár að sögn Bloomberg.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1%, í Kína hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,3% og í Ástralíu hækkaði S&P/ASX 200 vísitalan um 0,1%.