Hlutabréf hækkuðu í Asíu í morgun eftir að Cnook, eitt stærsta olíufyrirtæki í Kína tilkynnti um aukinn hagnað og Samsung spáði fyrir um aukna sölu raftækja á árinu.

MSCI Kyrrahafs-vísitalan hækkaði um 1,1%. Þá hækkaði Nikkei um 1,7% og Hang Seng vísitalan í Kína um 2,7%.

Í Ástralíu lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan um 0,4% og var það eina vísitalan sem lækkaði að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.