Hlutabréf hækkuðu í Asíu, nú þriðja daginn í röð en jákvæðar tölur af söluvörum og hagnaði fyrirtækja á borð við Standard Chartered og Marui Group ýta mörkuðum upp að mati Bloomberg fréttaveitunnar.

Þrátt fyrir að Standard Chartered skuli vera staðsettur í London eru tveir þriðju hlutar starfssemi og hagnaðar hans í Asíu og smásölukeðjan Marui hækkaði um 10% í gær sem er mesta hækkun á einum degi síðan í mars árið 2000.

MSCI Asia Pacific vísitalan hækkaði um 2,1% og í Japan hækkaði Nikkei 225 um 1,5% og hefur ekki verið jafn há í sjö vikur.