Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í dag, í kjölfar kaupa Aluminum Corp. of China á hlut í móðurfyrirtæki Alcan, námafyrirtækinu Rio Tinto Group, sem kom af stað væntingum um að yfirtökur væru í farvatninu. MSCI Asian Pacific vísitalan hafði hækkað um 2,1% rétt fyrir lokun, sem er hæsta lokunargildi síðan 15. janúar. Vísitalan hefur lækkað um 6,1% á árinu og hafa ástæður þess verið raktar til ótta um að lánakreppa á alþjóðlegum mörkuðum og minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjunum komi niður á vexti í Asíu.

Nikkei vísitalan japanska hækkaði um 2,7% og Hang Seng í Hong Kong um 3,3%.