Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í dag, mest í námafyrirtækjum, eftir að mesta snjókoma í Kína í 50 ár stöðvaði framleiðslu og varð til þess að verð á kolum og sinki hækkaði verulega. MSCI Asia Pacific vísitalan hafði hækkað um 0,6% rétt fyrir lokun í Tókýó, en vísitalan lækkaði um 1,1% í vikunni og hefur því lækkað fimm vikur í röð, sem er lengsta lækkunarhrina síðan 2004. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,7% í dag.