Seðlabanki Japans spáir hægari vexti efnahagslífsins það sem eftir er ársins og hefur dregið til baka spár um að verð á neysluvörum muni hækka fyrir lok ársins.Vöxtur efnahagsins í Japan undanfarið hefur ekki verið hraðari í sextíu ár en að sögn sérfræðinga er mesti hraðinn farin úr honum í kjölfar vandræðagangsins á bandarískum húsnæðismarkaði, hækkandi olíuverðs og samdráttar í einkaneyslu.Hlutabréf í Asíu hækkuðu í dag eftir að Denso Co greindi frá því að hagnaður Mirae Asset Securities hefði þrefaldast. Verð bréfa í Toyota hækkuð einnig í dag og voru í þriggja vikna hámarki þegar markaðir í Asíu lokuðu í dag.