Flest hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Lækkun olíuverðs og hagtölur sem voru jákvæðari en menn höfðu átt von á fyrir fram ollu vaxandi bjartsýni á markaði.

Bréf fjármálafyrirtækja lækkuðu þó, einkum bréf Fannie Mae og Freddie Mac.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dagu um 1,3%. Dow Jones hækkaði um 0,2% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,4%.

Olíuverð lækkaði í dag um 1,7% og kostar tunnan nú 123,4 Bandaríkjadali.