Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði hækkuðu í dag í fyrsta sinn í fjóra daga. Lægra olíuverð og áætlun fjármálaráðuneytisins um að koma í veg fyrir fjármálakrísu ýtti undir bjartsýni á mörkuðum samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 0,79%, Dow Jones hækkaði um 0,38% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,57%.

Verð á Olíu lækkaði um 3,81% eða 4 dollara á tunnu og er nú 101,6 dollarar og verð á gulli lækkaði um 1,60%.