Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hækkuðu í dag, og er helsta ástæða þess talin sú að tölvuframleiðandinn IBM tilkynnti um kaup á eigin bréfum fyrir 15 milljarða dollara. Tekjur smásöluverslunar jukust einnig, og hækkandi verð á hrávörumörkuðum ýttu undir væntingar þess efnis að afkoma ýmissa fyrirtækja héldist góð þrátt fyrir almennan samdrátt í efnahag landsins.

Standard & Poor's hækkaði um 0,4%, Dow Jones hækkaði um 0,7% og Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,5%. Fyrir hver tvö hlutabréf sem hækkuðu lækkaði eitt, en Bloomberg greinir svo frá.

IBM náði sínu hæsta gengi síðastliðinna fjögurra mánaða og ýtti undir hækkanir á öðrum tæknifyrirtækjum. ConocoPhillips hækkaði allra orkufyrirtækja mest í kjölfar veikingar dollarans, sem þrýsti verði á olíutunnunni upp fyrir 100 dollara.