Hækkun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq hækkaði um 1,57%, Dow Jones um 1,36% og S&P 500 um 1,09%. Dagurinn gekk nokkuð vel að mati WSJ og sýndu vísitölurnar aldrei rauðar tölur.

Það voru fyrst og fremst tölvufyrirtæki sem leiddu hækkun dagsins og var tölvurisinn IBM þar fremstur í flokki en fyrirtækið hækkaði um 6% í dag. Fyrirtækið tilkynnti snemma í morgun um góða afkomu fjórða ársfjórðungs. Sala fyrirtækisins var 28,9 milljarður bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi og verðu arðgreiðsla á hvern hlut í fyrirtækinu 2,80 dalir sem er meira en gert hafði verið ráð fyrir.

Hins vegar hefur tækniiðnaðurinn lækkað á árinu en Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að tæknigeirinn í S&P 500 vísitölunni hefur lækkað um 7,1% þessa fyrstu daga ársins. Hann hækkaði þó um 2,6% í dag en lækkunin á árinu nemur sem fyrr segir 7,1%. Búist er við því að tæknigeirinn kunni að koma sterkur til baka á næstu vikum en enn eiga mörg fyrirtæki eftir að kynna uppgjör síðasta ársfjórðungs. Þá segir Bloomberg einnig frá því að Steve Jobs, forstjóri Apple muni kynna nýjar og spennandi vörur á hinni árlegu Macworld ráðstefnu sem byrjar í San Fransisco á morgun.

Ekki fór mikið fyrir fjármálafyrirtækjum í dag en WSJ greinir frá því að á morgun muni Citigroup til kynna um frekari afskriftir og hugsanlegan niðurskurð starfsmanna.

Gull hækkað einnig í verði í dag en í lok dagsins var únsan af gulli metin á 910 bandaríkjadali.