Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag en von er á lækkun stýrivaxta þar í landi og því ríkir nokkur spenna. Lækkun stýrivexta er hugsuð til að hafa frekari áhrif á þá lækkun sem átti sér stað á húsnæðismarkaði síðustu misseri.

Dow Jones hækkaði um 0,5% en þar hækkuðu engu að síður meirihluta skráðra fyrirtækja með Alcoa í fararbroddi sem hækkaði um 2,7%.

S&P500 hækkaði um 0,4% og Nasdaq um 0,5%.

Samkvæmt fréttariti Dow Jones bíða fjárfestar eftir ákvörðun bandarískra stjórnvalda um lækkun stýrivaxta. Stýrivextir voru lækkaðir um miðjan september og þá jafnfram tilkynnt að þeir yrðu endurskoðaðir í lok október. Engu að síður virðist ríkja jákvæðni á mörkuðum þar í landi.

Margir hagfræðingar búast við lækkun stýrivaxta niður í 4,5% en á því eru skiptar skoðanir.  Að sama skapi hefur hækkandi olíuverð áhrif á markaðinn og má búast við miklum hreyfingum næstu daga vegna þess.

Hlutabréf hækkuðu einnig í Evrópu og Asíu í dag.