Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru þetta mestu hækkanir markaða í tvær vikur.

Þannig hækkaði Nasdaq vísitalan um 2,7%, Dow Jones um 2,2% og S&P 500 um 2,4% í dag.

Bílaframleiðandinn General Motors hækkaði um 5,6% í dag eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið heit því að lána fjármálafyrirtækinu GMAC um 6 milljarða Bandaríkjadali en GMAC féll nýlega leyfi til viðskiptabankarekstur og mun taka þátt í endurskipulagningu og fjármögnun General Motors.