Viðsnúningur varð á evrópskum mörkuðum í dag. Eftir lækkun framan af degi tóku bréf að hækka eftir að fréttir bárust af hækkandi væntingavísitölu bandarískra neytenda.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði í dag um 0,4%.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,1%, AEX vísitalan hækkaði um 0,5% og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,8%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 0,1% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,3%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,2%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi stóð í stað og OBX vísitalan í Osló hækkaði um 0,9%.