Hlutabréfamarkaðir lækkuðu strax við opnun á Wall Street kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Nasdaq hefur lækkað um 1%, Dow Jones um 0,2% og S&P 500 um 0,1%.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að neikvætt uppgjör og minnkandi sala hjá Microsoft sé meginástæða lækkunar á mörkuðum auk þess sem væntingavísitalan vestanhafs lækkaði umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir.

Í Evrópu eru markaðir þó grænir en þeir hækkuðu við opnun í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 1,5% í dag.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,2%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 0,4%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 1,4% og í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 1,2%.

Þá hefur OBX vísitalan í Osló hækkað um 1,1% og OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn um 1%.