Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag og voru það helst orkufyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins eftir að dregið hafði úr lækkun olíuverðs sem staðið hefur síðustu tvo daga og það ná stöðugleika að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,3% eftir að hafa sveiflast á milli lækkunar upp á 0,2% og hækkunar um 0,8% í dag.

Í Lundúnum stóð FTSE 100 vísitalan í stað en svo var einnig með CAC 40 vísitöluna í París.

Í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,4%, í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,3% og í Zurich hækkaði SMI vísitalan um 0,9%.

Í Kaupmannahöfn stóð OMXC vísitalan í stað en í Noregi lækkaði OBX vísitalan um 0,6. Þá lækkaði OMXS vísitalan í Svíþjóð um 0,1%.