Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað það sem af er degi. Lyfjafyrirtæki hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af hjartalyfi frá Sanofi-Aventis, einu af stærstu lyfjafyritækjum í heimi. Sanofi-Aventis hefur hækkað um 3,2% í dag. Orkufyrirtæki hafa einnig hækkað.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 0,5% í morgun. Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 1,35%, Í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 0,70% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 1,26%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,53% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,97%.