Hlutabréf á Evrópumörkuðum hækkuðu í dag. Góð uppgjör Siemens og ArcelorMittal höfðu góð áhrif, auk aðgerða stórra Seðlabanka til að auka aðgengi fjármálastofnana að fjármagni.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði í dag um 1,6%.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 1,9% í dag, AEX vísitalan hækkaði um 2,4% og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 1,0%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,9% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1,7%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 2,0%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,8% og OBX vísitalan í Osló hækkaði um 1,8%.