Námu- og tryggingarfyrirtæki leiddu hækkanir hlutabréfa í Evrópu í dag. Verð á hlut í námufyrirtækinu Xstrata hefur aldrei verið hærra og kom hækkunin í kjölfar hækkandi verð á málmi og orðróms um að Anglo American ætli að bjóða fyrirtækið.

Vísitölur í Evrópu eru almennt grænar eftir daginn. FTSE 100 í London hækkaði um 1%, DAX í Þýskalandi um 0,7%, CACA í Þýskalandi um 0,8% og IBEX 35 á Spáni um 0,8%.