Hækkun varð á Evrópumörkuðum í vikulok, en lækkun olíuverðs olli henni og vóg mun þyngra en vonbrigði með afkomu bandaríska fjárfestingalánarisans Fannie Mae.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7% í dag.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,2%, AEX vísitalan í Amsterdam hækkaði um 0,7% og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,3%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,8% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,1%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,7%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hækkaði um 0,6% en OBX vísitalan í Osló lækkaði um 1,0%.