Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag og hækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 1,1% en það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkun dagsins að sögn Reuters fréttastofunnar. Þannig hækkaði Royal Bank of Scotland um 4%, UBS hækkaði um 5%, Barclays um 4,8% og Deutche Bank um 4%. Reuters segir fjárfesta í Evrópu bjartsýna á að stýrivextir haldist óbreyttir í Bandaríkjunum í dag en tilkynnti verður um vaxtaákvörðun bandaríska Seðlabankans síðar í dag. „Ef þeir halda ekki vöxtum óbreyttum kunna þeir greinilega ekki ensku,“ segir John Haynes, greiningaraðili hjá Rensburg Sheppard Investment í samtali við Reuters. Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,6%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,5% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1,3%. Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1,4% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,8%. Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,4%, í Osló hækkaði OBX vísitalan um 0,1% og í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,4%.