Hlutabréf hækkuðu strax við opnum markaða í Evrópu í dag og héldust fyrir ofan núllið allan daginn. FTSEurofirst vísitalan hækkaði um 3,1 og segir Reuters fréttastofan hækkun á yfirtökutilboði J.P. Morgan í Bear Stearns vera helstu ástæðu hækkunarinnar.

Bankar og fjármálafyrirtæki hækkuðu í dag en það voru tæknifyrirtæki sem hækkuðu mest eða um 6,4% að meðaltali í Evrópu. Þannig hækkaði Nokia um 8,2% eftir að fjármálastjóri fyrirtækisins, Rick Simonson sagði í samtali við sjónvarpsstöð Bloomberg að félagið hefði lítið fundið fyrir samdrætti í Bandaríkjunum.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 3,5%. Þá hækkaði AEX vísitalan í Amsterdam um 2,6% og DAX vísitalan í Frankfurt um 3,2%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 2,7% á meðan OBX vísitalan í Osló hækkaði um 1%.