Markaðir hækkuðu almennt í Evrópu í dag. Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,7% og FTSE 100 í London hækkaði um sama hlutfall. Í París var hækkunin tæpt 1%, en í Frankfurt hækkuðu hlutabréf lítið, eða um 0,1%.

Samkvæmt Bloomberg er ástæða hækkunar í Evrópu meiri hagnaður, hærra hrávöruverð og aukin bjartsýni um að eftirspurn frá þróunarríkjum muni vega á móti slaka í bandarísku hagkerfi.