Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í dag. Mest var hækkunin hjá iðn- og námufyrirtækjum í kjölfar vangaveltna um lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.

Siemens og MAN hækkuð eftir að JP Morgan hækkaði mat sitt á hlutabréfum í Evrópu. Franski bankinn Societe Generale hækkaði einnig töluvert vegna orðróms að gert verði yfirtökutilboð í bankann á næstu dögum.

FTSE 100 í London hækkaði um 1,7% í dag, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1% og CAC í Frakklandi um tæp 2%.