Hlutabréf í Evrópu hækkuðu almennt í dag og hafði hækkun við opnun á Bandaríkjamarkaði meðal annars jákvæð áhrif. Í Bretlandi nam hækkunin 1%, 0,4% í Þýskalandi og 0,3% í Frakklandi. Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,4%.

Í WSJ segir að jákvæðar fréttir af hagnaði tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafi haft góð áhrif í Evrópu og þrýst upp bréfum í fyrirtækjum á borð við Capgemini. Önnur tæknifyrirtæki sem hækkuðu voru Misys, LogicaCMG og Nokia.