Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar voru það helst hráefnisframleiðendur sem leiddu hækkanir dagsins auk banka og fjármálafyrirtækja.

FTSE 300 vísitalan hækkaði um 1,7%

Olíu og orkufyrirtæki hækkuðu í dag. Til að mynda hækkuðu félög á borð við BG Group, BP, Tullow Oil, Shell og Total á bilinu 1,1% - 4,6%.

Þá hækkaði námufyrirtækið BHP Billiton um 3,9% eða að sama skapi hækkuðu Anglo American, Rio Tinto og Xstrata um 3,9% - 8,7%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,5%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,6% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 2,7%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 2,9% og í Sviss hækkaði SMI um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 2,5%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 3,3% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,1%.