Hlutabréf í Japan hækkuðu um 1,6% í dag og er þetta hæsta lokagildi í sex vikur. Úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði óveruleg en lokað var fyrir viðskipti í Hong Kong í dag vegna hátíðahalds.

Hækkun hlutabréfanna í Japan varð þrátt fyrir neikvæðar tölur um iðnframleiðslu og atvinnustig, að sögn MarketWatch. Iðnframleiðslan féll um 8,1% í nóvember frá fyrra mánuði og er þetta mesti samdráttur frá því byrjað var að birta tölurnar árið 1953. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,2% í nóvember og fór í 3,9%. Kjarnaverðbólga var hins vegar minni en búist hafði verið, eða 1% sl. 12 mánuði í nóvember.