Hlutabréf í Japan hækkuðu á markaði í dag í kjölfar yfirlýsingar símafyrirtækja um að áskrifendum hefði fjölgað og að Merrill Lynnch & Co mæltu með kaupum í félögum í skipaflutningum.

Japanska símafyrirtækið Softbank sem er í miklum vexti um þessar mundir náði að vinna upp lækkun síðustu tvo daga í gær. Nippon Yusen leiddi aftur á móti hækkun skipafélaga.

TOPIX í Tókýo hækkaði um 0,5% í dag, Nikkie 225 um 0,8% en HANG SENG vísitalan í Hong Kong tók dýfu og lækkaði um 5,4%