Úrvalsvísitalan endaði í 4.286 stigum sem er enn eitt metið í Kauphöll Íslands. þetta jafngildir 0,22% hækkun frá fyrra lokaverði. Hæst fór vísitalan í 4.295 stig og var því við það að fara yfir 4.300 stiga múrinn. Viðskiptin í dag námu
2.083 milljónum króna og fjöldi þeirra var 276.

Mesta hækkun varð á bréfum Össurar en þau hækkuðu um 3,13%, Landsbankinn hækkaði um 2,19% og OgVodafone um 1,70%. Íslandsbanki hækkaði um 1,08%.

Mest lækkun varð á bréfum Símans en þau lækkuðu um 5,66%. Kögun lækkaði um 1,02%.