Gengi krónunnar hefur haldið áfram að hækka í morgun og nemur breytingin 0,25%. Er þetta framhald á þróun sem verið hefur frá því að Seðlabankinn tilkynnti um vaxtahækkun sína í lok síðustu viku en hækkun bankans var nokkuð umfram það sem almennt var búist við segir í Morgunkorni íslandsbanka. Á þessum tíma hefur krónan hækkað um 2,5%, dollarinn farið úr 65,6 krónum niður í 63,6 og evran úr 80,3 niður í 78,5.

Hækkunin er vegna aukins munar á innlendum og erlendum skammtímavöxtum og væntinga um að þessi munur verði meiri á næstunni en áður var reiknað með.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.