Hlutabréf hækkuðu örlítið í Asíu í dag eftir að hafa lækkað síðustu tvo daga. Það voru helst tækni og orkufyrirtæki sem hækkuðu en á ýmsum stöðum í Asíu lækkuðu markaðir.

MSCI Kyrrahafs vísitalan, sem mælir heildarvísitölur á Asíu markaði hækkaði um 0,3%. Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,3% en pöntunum á varanlegum neysluvörum hefur fækkað um 1,8% milli ársfjórðunga.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,7% en í Ástralíu lækkaði S&P/ASX 200 um 1,3%.