Flest hlutabréf lækkuðu í dag á Bandaríkjamarkaði, samkvæmt frétt Bloomberg. Dow Jones vísitalan hækkaði þó eftir að hafa lækkað mikið á föstudaginn. Dow Jones lækkaði í síðustu viku vegna áhyggja af minnkandi einkaneyslu en þær áhyggjur minnkuðu í dag þegar McDonalds sýndu betri sölutölur en búist hafði verið við og íbúðasala jókst óvænt. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,6% í dag, Dow Jones hækkaði um 0,6% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,1%.

Olíuverð lækkaði um 2,77% í dag og kostar tunnan nú 134,7 Bandaríkjadali.