Hækkun olíuverð hefur étið upp stóran hluta þess fjár sem Vesturlönd hafa beint til fátækustu ríkjanna í Afríku síðast liðin þrjú ár með hjálparstarfi og með niðurfellingu skulda.

Samkvæmt því sem segir í  Financial Times er hætt við að efnahagsvöxtur margra ríkja í Afríku gangi til baka og að þau fari aftur að safna skuldum líkt og gerðist skömmu eftir 1980 í kjölfar olíukreppunnar á áttunda áratug síðustu aldar.