Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag eftir að reglum um útlán Fannie Mae og Freddie Mac var breytt og stærri lán á veðlánamarkaði sem fjármögnuð eru af Fannie og Freddie voru leyfð en áður.

Bréf bæði Fannie Mae og Freddie Mac hækkuðu um rúm 5% eftir að fréttir bárust af því.

Einnig hækkaði General Motors vegna lækkunar olíuverðs og vegna þess að aðgerðaráætlun félagsins um að minnka rekstrarkostnað var opinberuð.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,0% í dag. Dow Jones hækkaði um 0,7% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,6%.

Olíuverð lækkaði um 1,1% í dag og kostar olíutunnan nú 114,8 Bandaríkjadali.