*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 11. desember 2007 11:05

Hækkun vísitölu launakostnaðar mest í iðnaði

Ritstjórn

Árshækkun vísitölu heildarlaunakostnaðar frá þriðja ársfjórðungi 2006 var á bilinu 5,4% - 7,9%, mest í iðnaði en minnst í samgöngum og flutningum, samkvæmt því sem segir á heimasíðu hagstofu Íslands.

Frá fyrri ársfjórðungi 2007 hækkaði vísitala heildarlaunakostnaðar um 0,4% í iðnaði. Á sama tímabili lækkaði vísitalan í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 1,9%. Í samgöngum og flutningum og verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu lækkaði vísitalan um 0,7%.

Frá fyrri ársfjórðungi hækkaði vísitala heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna um 1,5% í iðnaði og 0,6% í samgöngum og flutningum. Þá lækkaði vísitalan um 1,3% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 0,2% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu.