Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% á frá síðasta mánuði og er 8,4% á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Hækkunin er undir væntingum greiningaraðila, sem spáðu hækkun á bilinu 0,55-0,7%. Seðlabanki Íslands hækkaði nýverið stýrivexti um 75 punkta í 13% til að hemja verðbólguna.

Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,1%, sem jafngildir 13% verðbólgu á ársgrundvelli.