Hækkun á verði hlutabréfa í Asíu var nálægt hámarki síðast liðins mánaðar við lokun markaða í gær. Hækkunin kom í kjölfar yfirlýsingar frá Sony og Honda um að hagnaður væri umfram væntingar þrátt fyrir að sala í Bandaríkjunum hafi dregist saman. Hækkun á verði hlutabréfa í Sony og Honda var rúm 8%.

BHP Billiton og Cnooc hækkuð í verði eftir að verð á hráolíu fór yfir 92 dali fyrir tunnuna. Hang Seng vísitalan í Hong Kong fór yfir 30.000 stig í gær sem er met og tengst hækkun á hlutabréfum í fasteignaþróunarfélaginu Sino Land Co.