Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hefur fengið gæðastjórnunarkerfi sitt vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ÍST EN ISO 9001.

Hlaðbær Colas er fyrsta jarðvinnuverktakafyrirtæki á íslandi sem nær þessum árangri; "Og við erum ákaflega stolt af því,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Þar segir ennfremur að allir starfsmenn séu meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart vottuninni: „ Með stimpil frá hinu virta, alþjóðalega vottunarfyrirtæki BSI, ábyrgjumst við nú sem endranær að viðskiptavinir okkar geta verið þess fullvissir að gæðastýringin okkar er miklu meira en aðeins viljayfirlýsing.“

Áður hafa Sementsverksmiðjan, hluti BM Vallár, Jarðboranir og Límtré meðal annars fengið ISO 9001 vottunina.