*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 17. desember 2011 20:10

Hlaðborðin færast úr veislusölunum og inn í stofu

Að halda jólahlaðborð í heimahúsum í stað þess að fara út að borða nýtur aukinna vinsælda.

Ritstjórn

Það hefur færst í aukana að minni og stærri hópar panti jólahlaðborð í heimahús í stað þess að sækja þau á veitingastöðum. Fjölmargir aðilar bjóða upp á slíka þjónustu og fylgir kokkur eða þjónn með til þess að skera ofan í gesti, ef þess er óskað.

Ólöf Hanna Gunnarsdóttir, söluráðgjafi og þjónn hjá Veislunni á Seltjarnarnesi, segir að hjá þeim sé eldað fyrir heimaveislur sem telja allt niður í sjö manns.

Árni Kristjánsson, einn eigenda Matborðsins, segist merkja aukningu í jólahlaðborðum og öðrum veisluhöldum í ár, frá því sem verið hefur á síðustu tveimur árum. Veislan og Matborðið eru meðal þeirra sem færa jólahlaðborðin heim í stofu.

 

Ódýrara heima

Þó að stemningunni sem fylgir því að fara út að borða sé fórnað þegar kræsingarnar eru bornar í heimahús þá má finna marga kosti við fyrirkomulagið. Töluvert ódýrara er að fá matinn sendan heim auk þess sem sparnaður næst með því að drekka eigin veigar með matnum.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.