Bandaríska tímaritið Atlantic tók nýverið saman tölur yfir það hversu oft var hlegið á fundum bandaríska seðlabankans frá árinu 1990 til 2009 en ítarleg afrit af fundunum eru opinber og þar með hlátrarsköll þeirra sem sitja fundina hverju sinni. Með því að telja hversu oft var hlegið á hverjum fundi fyrir sig komust greinarhöfundar að þeirri niðurstöðu að mest var hlegið rétt áður en efnhagskrísan árin 2007-2008 skall á heimsbyggðina. Mest var hlegið 81 sinnum á fundi seðlabankans 28 júní árið 2007 en á næsta fundi í ágústmánuði var aðeins hlegið tvisvar sinnum.

Greinarhöfundar mældu einnig hvaða fundargestir framkölluðu flest hlátrarsköll en þar trónir á toppnum Alan Greenspan með 559 „brandara“. Hann gengdi embættinu frá árinu 1987 til ársins 2006 en eftirmaður hans í starfi, Ben Bernanke, framkallaði 289 hlátrarsköll á tímabilinu.

Nánar er fjallað um málið á vef Atlantic .