Sumarið er svo sannarlega tíminn fyrir útivist. Hlaupahópar spretta upp víða og margir setja sér háleit markmið fyrir sumarið. Trimmklúbbur Seltjarnarness lætur þó árstíðir ekki stoppa sig í að æfa af krafti allt árið. Hópurinn var stofnaður árið 1985 og er rekinn af Seltjarnarnesbæ sem framlag bæjarins til almenningsíþrótta.

Æfingar Trimmklúbbsins byggjast á hefðbundnum hlaupum, sprettæfingum og styrktaræfingum. Steinunn þjálfari segir það nauðsynlegt að æfa spretti til að auka hraða og almennt til að bæta formið. Algengt er að fólk festist í sama hraðanum og þetta er góð leið til að koma í veg fyrir það. Hlaupið og æfingarnar verða skemmtilegri þegar fólk gerir þær saman og veitir hvert öðru aðhald.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.