Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi íslenska sprotafyrirtækisins PayAnalytics hlaut nýverið aðalverðlaun alþjóðlegsþings Heimssamtaka frumkvöðla- og uppfinningakvenna GWIIN (http://globalwiin.com/ ), sem fram fór í London 27. – 28. júní.

Margrét kynnti á þinginu nýsköpunina að baki hugbúnaðarlausn sem gerir fyrirtækjum kleift að framkvæma launagreiningar, skoða áhrif launaákvarðana og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu.

Einnig hjálpar PayAnalytics til við að halda launabilinu lokuðu með launatillögum fyrir nýráðningar og þá sem færast til í starfi. Nýsköpunin að baki lausninni felst í stærðfræðialgrímum til að loka launabilum og í því að setja fram flókna tölfræði og stærðfræðilíkön á auðskiljanlegan og notendavænan hátt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskar konur hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni, en Sandra Mjöll Jónsdóttir hlaut sömu verðlaun árið 2017.

Þær sem deildu með sér 2. sætinu voru Dr. Rafiza ABD Razak frá Malasíu(https://www.researchgate.net/profile/Rafiza_Razak) sem hefur unnið að rannsóknum á nýjungum í byggingarefnum, þá sérstaklega að búa til byggingarefni úr öskukenndum leir og
Jenan Esam Saleh Alshehab frá Kúveit sem hefur unnið að þráðlausu rafmagni.

Í 3. sæti var svo Ervina Efzan frá Malasíu sem er að búa til gler úr banana trefjum (stem) og losna þar með við eiturefni eins og t.d. blý úr glerinu.

Þess má einnig geta að fyrr á árinu vann PayAnalytics fyrstu verðlaun á Wharton People Analytics Conference , sem er keppni fyrir nýsköpunarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem haldin er af hinum virta viðskiptaháskóla Wharton í Pennsylvaníu. Sjá má kynningu Margrétar fyrir þá keppni hér .